Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 15:00 Coutinho meiddist gegn Eibar í gærkvöld. EPA-EFE/Alejandro Garcia Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. Þessu greinir Barcelona frá í dag og segir þar að Coutinho þurfi að fara í litla aðgerð svo hægt sé að meta hversu slæm meiðslin séu. Hann mun því missa af næstu leikjum Börsunga en talið er að hann verði frá næstu vikur hið minnsta. [INJURY UPDATE]@Phil_Coutinho has an injury to the lateral meniscus in his left knee All the details https://t.co/PxwHYmz4bh pic.twitter.com/oCPDH3fRYx— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 30, 2020 Börsungar hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en Lionel Messi lék til að mynda ekki með liðinu í 1-1 jafnteflinu gegn Eibar í gær. Coutinho hóf leikinn á bekknum en var skipt inn á þegar tæplega 25 mínútur lifðu leiks. Það var svo í uppbótartíma sem hann haltraði út af og Börsungar þurfti því að klára leikinn manni færri. Coutinho hefur alls komið við sögu í 12 deildarleikjum hjá Börsungum á leiktíðinni. Hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö í leikjunum tólf. Barcelona er í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki. Nágrannaliðin Atlético og Real Madrid tróna á toppi deildarinnar með 32 stig en fyrrnefnda liðið hefur aðeins leikið 13 leiki á meðan Real hefur leikið jafn marga og Barcelona. Næsti leikur Barcelona er á útivelli gegn Huesca þann 3. janúar næstkomandi. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Þessu greinir Barcelona frá í dag og segir þar að Coutinho þurfi að fara í litla aðgerð svo hægt sé að meta hversu slæm meiðslin séu. Hann mun því missa af næstu leikjum Börsunga en talið er að hann verði frá næstu vikur hið minnsta. [INJURY UPDATE]@Phil_Coutinho has an injury to the lateral meniscus in his left knee All the details https://t.co/PxwHYmz4bh pic.twitter.com/oCPDH3fRYx— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 30, 2020 Börsungar hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en Lionel Messi lék til að mynda ekki með liðinu í 1-1 jafnteflinu gegn Eibar í gær. Coutinho hóf leikinn á bekknum en var skipt inn á þegar tæplega 25 mínútur lifðu leiks. Það var svo í uppbótartíma sem hann haltraði út af og Börsungar þurfti því að klára leikinn manni færri. Coutinho hefur alls komið við sögu í 12 deildarleikjum hjá Börsungum á leiktíðinni. Hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö í leikjunum tólf. Barcelona er í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki. Nágrannaliðin Atlético og Real Madrid tróna á toppi deildarinnar með 32 stig en fyrrnefnda liðið hefur aðeins leikið 13 leiki á meðan Real hefur leikið jafn marga og Barcelona. Næsti leikur Barcelona er á útivelli gegn Huesca þann 3. janúar næstkomandi. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira