Hafna því að hafa sakað Pétur Þór um kynferðislega áreitni á vinnustað Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 08:20 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11