Þrítugur prestur á Akranesi: Tekur Bachelor kvöld með stelpunum og vill rétta ímynd kirkjunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:30 Þóra Björg er í dag í starfsþjálfun að verða prestur á Akranesi. Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira