Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:00 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona, eða maður í sögu Bandaríkjanna. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum. Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum.
Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira