Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:00 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona, eða maður í sögu Bandaríkjanna. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum. Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum.
Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn