Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 18:32 Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira