„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 09:30 Kevin Durant hefur ekkert getað spilað með Brooklyn Nets á tímabilinu þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slitið hásin í lok síðasta tímabils. Getty/Mike Lawrie Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22