Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:52 Aldís hefur áhyggjur af félagsmönnum, af félagslegri einangrun þeirra og heilsu. Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira