Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 21:00 Landspítalinn Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09