Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2020 07:00 Af samfélagsmiðlunum að dæma hefur fjarvinna að heiman breytt vinnufatnaði fólks verulega síðustu daga þar sem margir vinna í þægilegum fatnaði, joggingbuxur, inniskór og ullasokkar svo dæmi séu tekin. Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie bendir á að huga þurfi að ásýndinni á fjarfundum því ímynd starfsmanna og fyrirtækis er samtvinnuð. Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi segir að nú sé góður tími til að fara í sjálfskoðun og huga að kjarnanum. Rúna sérhæfir sig í að hjálpa fólki að byggja upp sitt persónulega vörumerki. Vísir/Vilhelm, Getty Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. Að minnsta kosti benda birtingar á Facebook til þess að margt fólk sé klætt í frekar þægilegum fatnaði, joggingbuxur og inniskór þar með taldar flíkur. Að stunda fjarvinnu í þægilegum fatnaði hefur marga kosti í för með sér, styttri tíma tekur að klæða sig að morgni og hafa sig til svo einfalt dæmi sé tekið. En hvers vegna við klæðum okkur öðruvísi í vinnu heima en að heiman? Er þetta bara leti eða er þetta flóknari fyrirbæri en það? Mátum okkur við vinnustaði Líkleg skýring er sú að út á við er klæðnaður hluti af þeirri ásýnd sem við viljum skapa okkur sem fagfólk. Þannig getur klæðnaðurinn haft áhrif strax í atvinnuviðtali hvort við erum ráðin í tiltekið starf. Sem dæmi má nefna leiðbeiningar Ingu Steinunnar Arnardóttur ráðgjafa hjá Hagvangi sem fyrir stuttu gaf lesendum góð ráð fyrir atvinnuviðtölin. Sagði Inga Steina þá meðal annars: „Það er gott að velta fyrir sér hvernig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis séu klæddir í vinnunni og reyna að velja sambærilegan klæðnað fyrir viðtalið.“ Myndum okkur skoðanir á fólki á sekúndum Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie segir faglega ásýnd mikilvæga. „Samkvæmt rannsóknum þá myndum við okkur skoðun á hvort öðru á aðeins nokkrum sekúndum. Það sem við segjum vegur 7% en ásýnd okkar og látbragð vegur 93%.“ Hann segir að þrátt fyrir að fólk sé kannski ekki að hafa sig jafn mikið til nú og að öllu jafna, megi ekki gleyma því að fjarfundir gera okkur sýnileg. „Fagleg ásýnd er því mjög mikilvægt þó við sitjum fyrir framan tölvuna okkar á fjarfundi. Ef við erum heima en á fjarfundi með viðskiptavini ættum við líka að hugsa um hvað er í bakgrunni. Uppvask eða óbrotinn þvottur í bakgrunni er til dæmis ekki heppilegt. Þá segir Jón að ímynd starfsfólks og fyrirtækja sé samtvinnuð. „Við sem starfsfólk erum alltaf hluti af ímynd fyrirtækisins og eigum alltaf að vera meðvituð um það.“ Að sögn Jóns erum við þó ekki aðeins að hafa okkur til fyrir vinnustaðina eða viðskiptavini því það hvernig við erum til fara hefur líka áhrif á okkur sálrænt. „Að klæða sig vel og hafa sig til er svo líka mikilvægt fyrir sjálfsvirðingu okkar. Það býr líka til ákveðin skil á deginum. Það að vakna, fara í sturtu og fara í vinnufötin gefur okkur tækifæri að fara í jogging fötin í lok dagsins og stimpla okkur þannig út í huganum.“ Kósý sokkar og inniskór eru vinsælir þessa dagana.Vísir/Getty Nú er tími til sjálfskoðunar Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að markaðsetja sjálfan sig sem vörumerki. Hún segir klæðnað í vinnu oft tengjast því að flest fólk reyni ósjálfrátt að líkjast fjöldanum. „Staðreyndin er að flest okkar reyna alltaf að reyna að passa inní einhver steriótýpu box, óháð því hver við erum í kjarnann.“ Alls kyns vangaveltur hafa vaknað upp núna þegar fólk vinnur að heiman. „Fólk er að spyrja sig spurninga eins og: Er í lagi að vera í náttfötunum í vinnunni heima? Þarf ég að setja upp andlit og hár, eða get ég bara hoppað beint uppúr rúminu og á fundinn? Hver á að hugsa um börnin á meðan ég er á þessum vef-fundi?“ nefnir Rúna sem nokkur dæmi um vangaveltur starfsmanna þessa dagana. Að sögn Rúnu er hins vegar tilvalið tækifæri til þess nú að hugsa um það hvernig við komum fram almennt, nú sé rými til sjálfskoðunar. Rúna segir að hvort sem við erum í fatalufsum heima í fjarvinnu eða ekki, þá skipti alltaf máli að vera meðvitaður um sitt eigið viðhorf, venjur og viðbrögð. Staðan sem við erum í í dag gefur okkur einstakt rými. Rými sem gefur okkur dýrmætt tækifæri í að endurskoða venjurnar okkar og viðhorf. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. Að minnsta kosti benda birtingar á Facebook til þess að margt fólk sé klætt í frekar þægilegum fatnaði, joggingbuxur og inniskór þar með taldar flíkur. Að stunda fjarvinnu í þægilegum fatnaði hefur marga kosti í för með sér, styttri tíma tekur að klæða sig að morgni og hafa sig til svo einfalt dæmi sé tekið. En hvers vegna við klæðum okkur öðruvísi í vinnu heima en að heiman? Er þetta bara leti eða er þetta flóknari fyrirbæri en það? Mátum okkur við vinnustaði Líkleg skýring er sú að út á við er klæðnaður hluti af þeirri ásýnd sem við viljum skapa okkur sem fagfólk. Þannig getur klæðnaðurinn haft áhrif strax í atvinnuviðtali hvort við erum ráðin í tiltekið starf. Sem dæmi má nefna leiðbeiningar Ingu Steinunnar Arnardóttur ráðgjafa hjá Hagvangi sem fyrir stuttu gaf lesendum góð ráð fyrir atvinnuviðtölin. Sagði Inga Steina þá meðal annars: „Það er gott að velta fyrir sér hvernig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis séu klæddir í vinnunni og reyna að velja sambærilegan klæðnað fyrir viðtalið.“ Myndum okkur skoðanir á fólki á sekúndum Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie segir faglega ásýnd mikilvæga. „Samkvæmt rannsóknum þá myndum við okkur skoðun á hvort öðru á aðeins nokkrum sekúndum. Það sem við segjum vegur 7% en ásýnd okkar og látbragð vegur 93%.“ Hann segir að þrátt fyrir að fólk sé kannski ekki að hafa sig jafn mikið til nú og að öllu jafna, megi ekki gleyma því að fjarfundir gera okkur sýnileg. „Fagleg ásýnd er því mjög mikilvægt þó við sitjum fyrir framan tölvuna okkar á fjarfundi. Ef við erum heima en á fjarfundi með viðskiptavini ættum við líka að hugsa um hvað er í bakgrunni. Uppvask eða óbrotinn þvottur í bakgrunni er til dæmis ekki heppilegt. Þá segir Jón að ímynd starfsfólks og fyrirtækja sé samtvinnuð. „Við sem starfsfólk erum alltaf hluti af ímynd fyrirtækisins og eigum alltaf að vera meðvituð um það.“ Að sögn Jóns erum við þó ekki aðeins að hafa okkur til fyrir vinnustaðina eða viðskiptavini því það hvernig við erum til fara hefur líka áhrif á okkur sálrænt. „Að klæða sig vel og hafa sig til er svo líka mikilvægt fyrir sjálfsvirðingu okkar. Það býr líka til ákveðin skil á deginum. Það að vakna, fara í sturtu og fara í vinnufötin gefur okkur tækifæri að fara í jogging fötin í lok dagsins og stimpla okkur þannig út í huganum.“ Kósý sokkar og inniskór eru vinsælir þessa dagana.Vísir/Getty Nú er tími til sjálfskoðunar Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að markaðsetja sjálfan sig sem vörumerki. Hún segir klæðnað í vinnu oft tengjast því að flest fólk reyni ósjálfrátt að líkjast fjöldanum. „Staðreyndin er að flest okkar reyna alltaf að reyna að passa inní einhver steriótýpu box, óháð því hver við erum í kjarnann.“ Alls kyns vangaveltur hafa vaknað upp núna þegar fólk vinnur að heiman. „Fólk er að spyrja sig spurninga eins og: Er í lagi að vera í náttfötunum í vinnunni heima? Þarf ég að setja upp andlit og hár, eða get ég bara hoppað beint uppúr rúminu og á fundinn? Hver á að hugsa um börnin á meðan ég er á þessum vef-fundi?“ nefnir Rúna sem nokkur dæmi um vangaveltur starfsmanna þessa dagana. Að sögn Rúnu er hins vegar tilvalið tækifæri til þess nú að hugsa um það hvernig við komum fram almennt, nú sé rými til sjálfskoðunar. Rúna segir að hvort sem við erum í fatalufsum heima í fjarvinnu eða ekki, þá skipti alltaf máli að vera meðvitaður um sitt eigið viðhorf, venjur og viðbrögð. Staðan sem við erum í í dag gefur okkur einstakt rými. Rými sem gefur okkur dýrmætt tækifæri í að endurskoða venjurnar okkar og viðhorf.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00