Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2020 13:34 Jón Þór Ólafsson telur, af fenginni reynslu, nánast loku fyrir það skotið að þingheimur hafi áhuga á því að deila kjörum með almenningi með lækkun launa sinna. visir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir það algert lykilatriði í siðuðu samfélagi að stjórnmálamenn deili kjörum með almenningi. En, hann telur að fenginni reynslu það nánast útilokað að þingmenn muni ráðast í það að lækka laun sín, ráðherra og embættismanna þó fyrir liggi að hinn almenni vinnumarkaður er að taka á sig þung högg og miklar kjaraskerðingar vegna efnahagslægðar í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum en fyrir liggur að gríðarlegur samdráttur blasir við á vinnumarkaði. Bara svo eitt dæmi sér nefnt þá var tilkynnt um 240 uppsagnir hjá Icelandair í vikunni. Þeir starfsmenn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun Boga Nils Bogason forstjóri og stjórnar lækka um 30 prósent. Verða að deila kjörum með þjóðinni „Þú verður að deila kjörum með fólki. Ef þú gerir það ekki hlýtur það að vera ávísun á minna traust. Fólk treystir þeim betur sem deilir með því kjörum. Það sem ég myndi vilja benda stjórnvöldum á á þessum tíma. Lykilþáttur að deila kjörum, deila örlögum með fólki,“ segir Jón Þór. Hann rifjar upp baráttu sína sem hófst í kjölfar mikilla launahækkana alþingismanna og þeirra í efstu lögum opinberra starfsmanna sem kjararáð kynnti degi eftir kosningar 2016. Þingfararkaup alþingismanna var hækkað um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Árið 2016 var þetta myndin sem blasti við landsmönnum, launaþróun þingmanna og embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ekki var í nokkru samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Jón Þór lagði fram á þingi tillögu þess efnis að þessi ákvörðun yrði dregin til baka enda mátti hverjum manni ljóst vera að stöðugleiki á vinnumarkaði var í húfi. Samningar voru lausir en sjötíu prósent samninga á almennum vinnumarkaði miðuðu við 2013 meðan ákvarðanir um hækkanir þing- og embættismanna miðuðu við árið 2006. Jón sagði þetta ekki ganga upp. „Ekki ef þú vilt vera á sama báti og aðrir.“ Barðist með oddi og egg gegn hinum miklu hækkunum Jón Þór rifjar upp að kjararáð hafi í kjölfarið verið lagt niður og laun þingmanna fryst og kveðið á um að þau myndu fylgja almennri launaþróun. Laun þingmanna munu verða endurskoðuð í sumar, eða 1. júlí að teknu tilliti til þessa. „Þetta þýddi á endanum að þingmenn fengu í sinn vasa svona tvær milljónir króna en menn voru samt tilbúnir að setja allt í uppnám þó menn fengju ekki nema persónulega þá upphæð út úr því. Menn eru tilbúnir að borga dýrt pólitískt verð að halda í launin sín,“ segir Jón Þór. Þingheimur. Jón Þór segir það liggja fyrir að þingmönnum þyki afar vænt um launatékka sinn og megi þá ýmislegt annað víkja.visir/vilhelm Þingmaðurinn barðist hart fyrir því á þingi að hinar umdeildu launahækkanir gengju til baka, lagði fram tillögur þess efnis en allt kom fyrir ekki. Þingmenn flestir settu upp kollhúfur og eða kusu á móti slíkum tillögum. „Ég kærði þetta þá. Fékk VR með í það. Þingflokkur Pírata var tilbúinn að koma með en þau hjá VR vildu ekki gera þetta flokkspólitískt. Ég endaði með að verja sjálfur 1,5 milljón í málið. Og Afþakkaði aukagreiðslur, frysti 40 þúsund kall sem kom út úr þessu aukalega í yfir ár. Ég er kominn yfir þessar tvær milljónir, snerti ekki þessa kjararáðspeninga.“ Fastheldnir á launatékkann sinn Eftir á að hyggja telur Jón Þór að þó þingheimur hafi þarna viljað sýna af sér persónulegan búrahátt og lagt mikið að veði hafi þetta sloppið til. Og óánægjan sem gaus upp hafi verði vatn á myllu nýrrar verkalýðshreyfingar. „Mjög gott, akkúrat það sem við þurftum. Góð lending á endanum.“ En, þú telur þá útilokað að þingheimur muni boðað launaskerðingar hjá sér og efstu lögum hins opinbera til að sýna samstöðu með vinnumarkaði? „Stjórnvöld ráða þessu, meirihlutinn sem ættu að stíga fram með góðu fordæmi. En, miðað við mína reynslu eru menn tilbúnir til að halda fast um launatékkann sinn þó mikið sé í húfi.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Kjaramál Kjararáð Efnahagsmál Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Bogi lækkar eigin laun um þrjátíu prósent og segir samheldni mikla „Vonandi náum við að halda áfram einhverjum tengingum milli Íslands og Evrópu og Norður-Evrópu,“ segir forstjóri Icelandair. 23. mars 2020 12:01