Einn með Covid-19 nú í öndunarvél Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14