Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 20:00 Handboltalið KA gæti þurft að skera niður kostnaðinn á næstu leiktíð eins og önnur lið innan félagsins og handboltans. vísir/bára Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn