Ekki lengur hægt að hætta í áskrift á netinu hjá Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2020 16:26 Á forsíðu vefs Reebok Fitness er talað um að ekki sé nein binding, en sú er ekki upplifun skjólstæðings Neytendasamtakanna sem vildi segja upp áskrift sinni. Það er ekki lengur hægt á netinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira