Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. apríl 2020 20:05 Miklar áhyggjur eru vegna öryggis Zoom, sem margir nota nú til fjarfunda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Getty Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins. Skólar og vinnustaðir víða um heim styðjast um þessar mundir við Zoom og sambærilega þjónustu til að halda fjarfundi enda ekki æskilegt að hittast í stórum hópum á meðan faraldurinn ríður yfir. Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tilkynningar um svokallað Zoom-bombing eða það þegar óprúttnir aðilar brjótast inn í myndsímtöl fólks sem hefur gleymt að læsa fundunum. Slíkt hefur ítrekað komið upp að undanförnu og hafa tölvuþrjótarnir einna helst deilt hatursfullum skilaboðum. Zoom hefur brugðist við með því að segja þess háttar hegðun óboðlega. „Hætta getur skapast ef notendur breyta sjálfgefnum stillingum en við mælum með að nota aðgangsorð og biðstofu. Þannig verjið þið fundina ykkar best. Önnur leið er að birta ekki opinberlega vefslóð ykkar fyrir fund,“ segir Janine Pelosi, markaðsstjóri Zoom. Þetta er þó ekki eini vandinn sem plagar Zoom. Hundruð stolinna aðganga ganga kaupum og sölum á veraldarvefnum. Villur hafa uppgötvast sem gera tölvuþrjótum kleift að stela notendaupplýsingum og rannsóknir hafa sýnt að dulkóðun forritsins er veik. Þá hætti fyrirtækið að senda persónuleg gögn notenda til Facebook eftir að upp komst um það. Vegna allra þessara vandamála hafa bandarískir öldungadeildarþingmenn farið fram á að Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna taki fyrirtækið til rannsóknar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Bandaríkin Fjarskipti Netöryggi Fjarvinna Tengdar fréttir Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05 Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15 Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hluthafi stefnir Zoom fyrir meintar öryggisblekkingar Hluthafi í fjarfundafyrirtækinu Zoom hefur hafið hópmálsókn gegn fyrirtækinu vegna fullyrðinga þess fyrir um öryggismál. 8. apríl 2020 22:05
Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. 5. apríl 2020 23:15
Þúsundir Zoom-funda rata á netið Hægt er að finna þúsundir myndbanda af samtölum og fundum fólks í gegnum fjarfundaforritið Zoom. 4. apríl 2020 09:15