Fordæma vopnabrölt nágranna sinna í ljósi heimsfaraldurs Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 08:56 Hér má sjá nýja vopnakerfið sem notað var til að skjóta tveimur eldflaugum á loft á aðfaranótt sunnudagsins síðastliðna. AP/KCNA Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira