Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:18 Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lagt í sameiningu fram fjórar breytingatillögur við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira