Stór UEFA-fundur um dagsetningar leikja og samningamál leikmanna | Mótanefnd KSÍ bíður átekta Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 18:00 Aleksander Ceferin er forseti UEFA. vísir/getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum. UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun á miðvikudaginn kynna hugmyndir tveggja starfshópa varðandi það hvenær leikir í mótum á vegum sambandsins verði spilaðir. UEFA hélt fjarfund fyrir tveimur vikum þar sem fulltrúar allra 55 aðildarsambanda UEFA, þar á meðal Guðni Bergsson formaður KSÍ, ræddu málin. Niðurstaða þess fundar var meðal annars sú að EM karla í fótbolta var fært til um eitt ár, til sumarsins 2021, og að umspilið sem Ísland tekur þátt í færi fram í júní. Ástæðan er auðvitað kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum á miðvikudag, þar sem að fulltrúar allra aðildarsambandanna eru boðaðir, gæti skýrst hvort að landsleikir fari fram í júní eða ekki, og hvort Evrópukeppnir íslenskra félagsliða hefjist 7. júlí líkt og áformað var. Þetta kemur fram í tölvupósti sem mótanefnd KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum. Þar segir að mótanefndin muni funda í vikunni og meta framhaldið í kjölfar væntanlegra upplýsinga frá UEFA. Mótanefnd KSÍ segir að þar sem að enn ríki mikil óvissa með framhald samkomubanns á Íslandi sé ekki hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær keppin geti hafist í einstökum mótum á vegum sambandsins. KSÍ reyni að vera sem best tilbúið þegar íslensk yfirvöld heimili keppni að nýju. Á fundi UEFA verður ekki aðeins farið yfir leikjamál landsliða og félagsliða, og hvernig starfshópar sjá fyrir sér að hægt verði að ljúka tímabilinu, heldur verður einnig farið yfir stöðuna varðandi samningamál leikmanna og félagaskiptamál, og mögulegar breytingar sem FIFA kann að gera í þeim efnum.
UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00 Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12 UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00 UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
„Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tímabilið líklega úr sögunni“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil. 28. mars 2020 19:00
Úrslitaleikjum Meistara- og Evrópudeildarinnar frestað Úrslitaleikir Evrópukeppnanna, Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, fara ekki fram í lok maí en UEFA tilkynnti þetta í yfirlýsingu sinni nú rétt í þessu. 23. mars 2020 18:12
UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní. 17. mars 2020 20:00
UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní Knattspyrnudagatal næstu tveggja ára er á fleygiferð eftir risafund UEFA í dag. 17. mars 2020 15:18
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35