Óttast að meðferðarstarf SÁÁ fari 30 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. mars 2020 19:00 Víðir Sigrúnarson yfirlæknir á Vogi ætlar að hætta á stofnuninni fari forstjórinn. Hann óttast um meðferðarstarf SÁÁ. Vísir/Arnar Starfsfólk á Vogi hefur síðustu daga sent frá sér 3 yfirlýsingar þar sem ýmist er lýst yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ eða beðið um skýringa á uppsögnum sérfræðinga við stofnunina. Þá er harmað að forstjóri sjúkrahússins á Vogi eftir ágreining við formann og framkvæmdarstjórn sagt upp störfum sínum. Víðir Sigrúnarson yfirlæknir á Vogi segir að þrátt fyrir þetta hafi engin viðbrögð hafi komið frá framkvæmdastjórninni. „Vantraustsstillaga sem starfsfólk lýsti yfir var ekki tekin fyrir á stjórnarfundi í gær og við höfum ekkert heyrt frá henni,“ segir hann. Hann segir starfsfólk afar ósátt við að þurfa að velja milli þess að taka á sig skerðingu á starfshlutfalli eða vera sagt upp eins og tillaga framkvæmdastjórnarinnar hafi hljóðað uppá. „Með flötum 20% niðurskurði á starfshlutfalli starfsmanna er alls óljóst hvort hægt verði að halda hér úti t.d. hjúkrunarvakt sem þarf að vera opin allan sólahringinn. Það stefnir hreinlega starfseminni hér í voða,“ segir hann. Víðir segir starfsemi Vogs í algjörri upplausn. Margir hafi sagt upp eða íhugi að hætta. Þar á meðal hann sjálfur. „Einn vanur áfengisráðgjafi hefur þegar sagt upp. Starfsfólk á hjúkrunarvakt hefur ekki samþykkt 20% niðurskurð á starfshlutfalli og býst við uppsögn. Ég mun ekki halda hér áfram ef Valgerður Rúnarsdóttir hættir hér. Þá mun ég heldur ekki starfa sem sérfræðingur og vera settur undir ákvarðanir þessarar framkvæmdastjórnar sem er í raun áhugaklúbbur út í bæ. Við þurfum að fá fagstjórn undir þessa stofnun,“ segir Víðir. „Ég óttast það að ef fram fer sem horfir fari meðferðarstarf hér á Vogi 30 ár aftur í tímann,“ segir hann. Íhugar að draga uppsögn sína til baka vegna aðstæðna á stofnuninni Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir mikla upplausn ríkjandi og íhugar að draga uppsögn sína til baka. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur [„Það kemur í sjálfu sér vel til greina. Það er komin upp staða núna sem ég sé ekki fyrir endann á. Það sem skiptir mestu máli er að þjónustan hér haldi áfram,“ segir Valgerður. Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Starfsfólk á Vogi hefur síðustu daga sent frá sér 3 yfirlýsingar þar sem ýmist er lýst yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ eða beðið um skýringa á uppsögnum sérfræðinga við stofnunina. Þá er harmað að forstjóri sjúkrahússins á Vogi eftir ágreining við formann og framkvæmdarstjórn sagt upp störfum sínum. Víðir Sigrúnarson yfirlæknir á Vogi segir að þrátt fyrir þetta hafi engin viðbrögð hafi komið frá framkvæmdastjórninni. „Vantraustsstillaga sem starfsfólk lýsti yfir var ekki tekin fyrir á stjórnarfundi í gær og við höfum ekkert heyrt frá henni,“ segir hann. Hann segir starfsfólk afar ósátt við að þurfa að velja milli þess að taka á sig skerðingu á starfshlutfalli eða vera sagt upp eins og tillaga framkvæmdastjórnarinnar hafi hljóðað uppá. „Með flötum 20% niðurskurði á starfshlutfalli starfsmanna er alls óljóst hvort hægt verði að halda hér úti t.d. hjúkrunarvakt sem þarf að vera opin allan sólahringinn. Það stefnir hreinlega starfseminni hér í voða,“ segir hann. Víðir segir starfsemi Vogs í algjörri upplausn. Margir hafi sagt upp eða íhugi að hætta. Þar á meðal hann sjálfur. „Einn vanur áfengisráðgjafi hefur þegar sagt upp. Starfsfólk á hjúkrunarvakt hefur ekki samþykkt 20% niðurskurð á starfshlutfalli og býst við uppsögn. Ég mun ekki halda hér áfram ef Valgerður Rúnarsdóttir hættir hér. Þá mun ég heldur ekki starfa sem sérfræðingur og vera settur undir ákvarðanir þessarar framkvæmdastjórnar sem er í raun áhugaklúbbur út í bæ. Við þurfum að fá fagstjórn undir þessa stofnun,“ segir Víðir. „Ég óttast það að ef fram fer sem horfir fari meðferðarstarf hér á Vogi 30 ár aftur í tímann,“ segir hann. Íhugar að draga uppsögn sína til baka vegna aðstæðna á stofnuninni Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar segir mikla upplausn ríkjandi og íhugar að draga uppsögn sína til baka. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Vísir/Baldur [„Það kemur í sjálfu sér vel til greina. Það er komin upp staða núna sem ég sé ekki fyrir endann á. Það sem skiptir mestu máli er að þjónustan hér haldi áfram,“ segir Valgerður.
Heilbrigðismál Fíkn Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09 Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16 Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23 Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20 Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Felldu vantrauststillögu á framkvæmdastjórn SÁÁ Vantrauststillaga sem borin var fram á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöld. 30. mars 2020 09:09
Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. 29. mars 2020 09:16
Starfsfólk lýsir yfir vantrausti á framkvæmdastjórn og kalla eftir því að uppsagnir verði dregnar Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfir sextíu starfsmanna þar sem þau segja framkomu formannsins og framkvæmdastjórnarinnar hafa valdið því að nú ríki algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðsins og framkvæmdastjórnar. 28. mars 2020 18:23
Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. 28. mars 2020 17:20
Þrír segja sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ Þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ hafa tilkynnt úrsögn sína í kjölfar uppsagnar Valgerðar Á. Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 21:02
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03