Félagsbústaðir og uppgjörsfroðan í bókhaldi Reykjavíkur Vigdís Hauksdóttir skrifar 31. mars 2020 15:30 Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar