Svona er lífið í Húsdýragarðinum þegar hann er lokaður gestum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 20:30 Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira