Forgangsröðun í þágu fólks Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. apríl 2020 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Meirihlutinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir hægagang og jafnvel sinnuleysi þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks, svo þessi umskipti eru sannarlega ánægjuleg. Stóru tíðindin eru þau að nú skal lagt upp með að fara í framkvæmdir á tveimur íbúðakjörnum í einu. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því mjög að nú skuli gefið í, enda núverandi staða ekki forsvaranleg og brýnt að leysa úr hratt og vel. Sambýli af gamla skólanum eru því miður enn við lýði þrátt fyrir að sá kostur sé algjörlega óviðunandi. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að það verði ekki tekið mið af reynslu til að mynda af búsetu í nýlegum búsetukjarna. Það blasir við að sama lausn hentar ekki öllum og mikilvægt að huga að þörfum þeirra einstaklinga sem á að byggja fyrir og bera virðingu fyrir þeim réttindum fatlaðra sjálfra að hafa skoðun á því hvernig hámarka megi lífsgæði þeirra. Fjölbreytileikinn í þessari atrennu snýr hins vegar fyrst og síðast að því hvað henti Garðabæ rekstrarlega. Meirihlutinn telur rétt að Garðabær reki annan búsetukjarnann, sem við fögnum mjög, því það að efla og styrkja inniviði sveitarfélagsins er fjárfesting til framtíðar og mikilvæg fjárfesting þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Á þessu kjörtímabili hefur minnihlutinn oftar en einu sinni setið undir ræðum bæjarstjóra um að sama lausnin henti alls ekki öllum, þegar talið berst að búsetukostum fyrir fatlaða. Þess vegna skyti það skökku við ef ráðast á í framkvæmdir, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að allir passi í sama mót. Það færi betur á því að líta til þess sem best hefur heppnast hjá öðrum sveitarfélögum þar sem reynsluna er að finna, þar sem búsetukjarnar eru t.d. hluti af fjölbýli, þar sem fólk óttast ekki að hugsa út fyrir boxið og þar sem væntanlegir íbúa eru hafðir með í ráðum. Fyrir hönd Garðabæjarlistans hvet ég meirihlutann, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, til þess að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga, hagsmunaaðila og notenda þessa búsetukosts. Hlutverk sveitarstjórna er að þjóna íbúum, öllu sveitarfélaginu til hagsbóta og framfara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar