Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 16:11 Heilbrigðisyfirvöld vilja spara hlífðarbúnað eins og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir og umgengst COVID-sýkta einstaklinga. Þau telja vafasamt hvort almenn notkun á grímum hjálpi til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40