Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 14:55 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Lögreglan Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira