Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2020 19:45 Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira