Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 18:44 Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt Kórónuveirusmitum fjölgaði um 85 á síðasta sólarhring og eru smitin hér á landi nú alls 1.220. 41 er á sjúkrahúsi og þar af tólf á gjörgæslu. „Flestir þeirra eru á öndunarvél og eru býsna veikir," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Þetta er fólk frá fimmtugs- og upp í áttræðisaldur þannig það er aðeins að koma yngra fólk líka. Og ég held að það sé bara brýning og áminning um það að yngra fólk veikist líka alvarlega," sagði Páll. Fjöldi þeirra sem veikjast alvarlega hefur fylgt svartsýnustu spám en á sama tíma fylgir fjöldi smita bjartsýnni spám. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir mikinn mun á því hvernig fólk bregðist við veirunni. Því sé nær ómögulegt að setja fram marktækar spár um alvarleg veikindi. „Eins og stendur sýnist manni eins og sá hundraðshluti sem lasnast illa sé aðeins meiri en við bjuggumst við," segir Kári Stefánsson. Tólf eru á gjörgæslu á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Hlutfall karla og kvenna sem hafa sýkst af veirunni er nær jafnt, eða 613 konur og 607 karlar. Kári segir viðnám kynjanna ólíkt og þar með einn þátt sem geri spár um alvarleg tilvik erfiðar. „Ef konur sýkjast verða þær minna lasnar en karlmenn. Í gær eða í fyrradag voru tíu manns á öndunarvél á Landspítala. Þar af voru níu karlmenn og ein kona," segir hann. Erlend gögn hafa bent til þess sama. Fleiri karlmenn hafa látist en konur en ýmsir áhrifaþættir gætu búið að baki, líkt og til dæmis reykingar og lífstíll. Hefur engum skýringum verið slegið föstum. Ýmis afbrigði veirunnar hafa greinst í skimunum íslenskrar erfðagreininar. Kári segir enn ekki unnt að greina hvort eitthvað afbrigði sé skæðara en annað. „Við erum að lesa í þau gögn en við höfum ekki séð neitt mynstur ennþá. Þó svo að 1.200 sjúklingar sé mikill fjöldi og miklu fleiri sjúklingar en við viljum sjá að þá er það því miður of lítið að nota það þýði eitt. En við erum hins vegar að fara í samvinnu með fólki víða um heim og það má vel vera að þegar við leggjum það saman nægi það," segir Kári. Kári Stefánsson segir útbreiðslu veirunnar sýna að þríeykið svokallaða hafi tekið réttar ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Það að fjöldi smita fylgi hins vegar bjartsýnari spám segir Kári til marks um að aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hafi virkað. „Þó svo að við höfum tekið það sem sumum finnst of lin afstaða í málinu. Við höfum ekki verið að loka landamærum, við höfum ekki að verið að setja á útgöngubann og svo framvegis. Þær aðferðir sem þríeykið hefur notað hafa virkað. Þetta ágæta fólk hefur held ég tekið réttar ákvarðanir í þessu máli," segir hann. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefst um land all nú á næstu dögum.visir/Vilhelm Íslensk erfðagreining er nú að útvíkka sína skimun. „Hingað til hefur skimuninni að mestu leyti verið beint að fólki hér á höfuðborgarsvæðinu. Við förum að senda sýnatökupinna til Vestmannaeyja og þar mun sjúkrahúsið þar sjá um að afla sýna. Við komum til með að senda til Austurlands annað hvort í dag eða á morgun og síðan á Norðurland til sjúkrahússins á Akureyri. Einnig á Ísafjörð og á Borgarnes," segir Kári. „Við vonumst til að fá um eitt þúsund einstaklinga á hverjum stað fyrir sig vegna þess að það skiptir miklu máli að sjá hvernig smitið dreifist út um landið," segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt Kórónuveirusmitum fjölgaði um 85 á síðasta sólarhring og eru smitin hér á landi nú alls 1.220. 41 er á sjúkrahúsi og þar af tólf á gjörgæslu. „Flestir þeirra eru á öndunarvél og eru býsna veikir," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Þetta er fólk frá fimmtugs- og upp í áttræðisaldur þannig það er aðeins að koma yngra fólk líka. Og ég held að það sé bara brýning og áminning um það að yngra fólk veikist líka alvarlega," sagði Páll. Fjöldi þeirra sem veikjast alvarlega hefur fylgt svartsýnustu spám en á sama tíma fylgir fjöldi smita bjartsýnni spám. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir mikinn mun á því hvernig fólk bregðist við veirunni. Því sé nær ómögulegt að setja fram marktækar spár um alvarleg veikindi. „Eins og stendur sýnist manni eins og sá hundraðshluti sem lasnast illa sé aðeins meiri en við bjuggumst við," segir Kári Stefánsson. Tólf eru á gjörgæslu á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Hlutfall karla og kvenna sem hafa sýkst af veirunni er nær jafnt, eða 613 konur og 607 karlar. Kári segir viðnám kynjanna ólíkt og þar með einn þátt sem geri spár um alvarleg tilvik erfiðar. „Ef konur sýkjast verða þær minna lasnar en karlmenn. Í gær eða í fyrradag voru tíu manns á öndunarvél á Landspítala. Þar af voru níu karlmenn og ein kona," segir hann. Erlend gögn hafa bent til þess sama. Fleiri karlmenn hafa látist en konur en ýmsir áhrifaþættir gætu búið að baki, líkt og til dæmis reykingar og lífstíll. Hefur engum skýringum verið slegið föstum. Ýmis afbrigði veirunnar hafa greinst í skimunum íslenskrar erfðagreininar. Kári segir enn ekki unnt að greina hvort eitthvað afbrigði sé skæðara en annað. „Við erum að lesa í þau gögn en við höfum ekki séð neitt mynstur ennþá. Þó svo að 1.200 sjúklingar sé mikill fjöldi og miklu fleiri sjúklingar en við viljum sjá að þá er það því miður of lítið að nota það þýði eitt. En við erum hins vegar að fara í samvinnu með fólki víða um heim og það má vel vera að þegar við leggjum það saman nægi það," segir Kári. Kári Stefánsson segir útbreiðslu veirunnar sýna að þríeykið svokallaða hafi tekið réttar ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Það að fjöldi smita fylgi hins vegar bjartsýnari spám segir Kári til marks um að aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hafi virkað. „Þó svo að við höfum tekið það sem sumum finnst of lin afstaða í málinu. Við höfum ekki verið að loka landamærum, við höfum ekki að verið að setja á útgöngubann og svo framvegis. Þær aðferðir sem þríeykið hefur notað hafa virkað. Þetta ágæta fólk hefur held ég tekið réttar ákvarðanir í þessu máli," segir hann. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefst um land all nú á næstu dögum.visir/Vilhelm Íslensk erfðagreining er nú að útvíkka sína skimun. „Hingað til hefur skimuninni að mestu leyti verið beint að fólki hér á höfuðborgarsvæðinu. Við förum að senda sýnatökupinna til Vestmannaeyja og þar mun sjúkrahúsið þar sjá um að afla sýna. Við komum til með að senda til Austurlands annað hvort í dag eða á morgun og síðan á Norðurland til sjúkrahússins á Akureyri. Einnig á Ísafjörð og á Borgarnes," segir Kári. „Við vonumst til að fá um eitt þúsund einstaklinga á hverjum stað fyrir sig vegna þess að það skiptir miklu máli að sjá hvernig smitið dreifist út um landið," segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira