Varar við því að ferðaþjónusta fari of snemma af stað Andri Eysteinsson skrifar 26. apríl 2020 12:28 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. MSC/Niedermueller Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, hefur varað við mögulegum afleiðingum þess að ferðaþjónusta í Evrópu fari of snemma af stað að nýju eftir faraldur kórónuveirunnar. Vísaði Maas þar til fjölda smita sem breiddust út frá ferðamannastöðum og nefndi þar sérstaklega austurríska skíðabæinn Ischgl. Reuters greinir frá. Sjá einnig: Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu „Við höfum þegar séð hvað getur gerst þegar miðpunkt faraldurs er að finna í vinsælum ferðamannastað. Við höfum séð hvaða afleiðingar það getur haft í heimalöngum ferðamanna. Slíkt má ekki gerast aftur,“ sagði Maas. „Ef Evrópuríki keppast við að koma ferðaþjónustunni af stað að nýju gæti það haft í för með sér mikla áhættu,“ sagði ráðherrann. Eins og vitað er má rekja fjölda tilfella kórónuveirunnar á Íslandi, Norðurlöndunum og Austurríkis til bæjarins Ischgl í Ölpunum sem fyrir faraldur var þekktur fyrir skemmtanalíf jafnt sem skíðasvæði. Nýlega var takmörkunum aflétt að einhverju leiti í Ischgl en algjört útgöngubann hafði verið í gildi í rúman mánuð. Austurríki hefur leyft inngöngu ferðamanna inn í landið að nýju en þó eingöngu þýskum ferðamönnum. Ekki hafa landamærin verið opnuð að fullu líkt og raunin var fyrir faraldur. Heiko Maas sagði að Evrópa þyrfti að koma sér saman um fyrirkomulag ferðamennsku og tryggja ferðafrelsi Evrópubúa eins fljótt og auðið er en þó innan skynsamlegra marka. „Við megum ekki láta sigra síðustu vikna verða til einskis,“ sagði Maas og bætti við að ef svo yrði myndu hömlur á ferðafrelsi vara mun lengur en ella.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent