Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 15:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35
Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27