Ekið á 12 ára dreng Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 05:52 Drengurinn var fluttur á spítala eftir slysið en hann er talinn fótbrotinn. Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð. Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð.
Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira