Lentu eins hreyfils flugvél á hæsta fjalli Norðurlands Andri Eysteinsson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Kristján og Piper-flugvélin TF-LEO Fáfnir Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem flugvélum er lent á einum af tíu hæstu tindum landsins. Félagarnir Kristján Þór Kristjánsson og Fáfnir Árnason gerðu þó tíunda hæsta fjall landsins, og hæsta fjall norðurlands, Kerlingu að flugbraut sinni í gær. Kerling sem rís hæst 1.538 metra yfir sjávarmál er blágrýtisfjall í Eyjafirði og liggur á Tröllaskaga. Fyrir gærdaginn hafði einungis þrisvar sinnum verið lent á fjallinu síðustu tuttugu árin. Í samtali við Vísi segir Kristján Þór Kristjánsson flugmaður að eingöngu sé haldið í slíkt ævintýri þegar aðstæður er hárréttar. Kristján sem er reynslumikill flugmaður og hefur lent víða bæði á Íslandi og Grænlandi flaug ásamt Fáfni á lítilli eins hreyfils, tveggja sæta vél af gerðinni Piper PA-18 Super Cub frá 1975. Kristján segir vélar sem þessar mikið notaðar við svipaðar aðstæður og eru uppi á Kerlingu og þá helst í Alaska og öðrum heimskautasvæðum. View this post on Instagram Landing on Mt Kerling this evening, highest mountain in North Iceland 5.045 feet above sea level. #stol #bushflying #bushpilot #bushwheels #akbushwheels #livealittle #sunset #wilderness #iceland #pa18 #taildragger #supercubbin #whyifly #instaaviation #avgeek #mountainflying #instapilot #generalaviation #avporn #icelandic #aviationenthusiast #aviationdaily #pilotsofinstagram #aviators A post shared by Kristjan Kristjansson (@kristjanthk) on Apr 26, 2020 at 7:21pm PDT Vélin sem þeir félagar notuðu hefur þá einnig verið breytt til að henta betur við slíkar aðstæður. Þrjátíu og einnar tommu dekk eru undir vélinni og hefur stell hennar verið styrkt sérstaklega. Lagt var af stað frá Akureyrarflugvelli og segir Kristján að aðstæður hafi verið réttar til þess að lenda á fjallinu. „Það er mjög sjaldgæft að réttar aðstæður skapist, snjórinn þarf að vera glerharður, birtan þarf að vera rétt svo ekki komi til snjóblindu og svo þarf að vera logn,“ sagði Kristján. „Við höfðum verið á snjósleðum inni í Glerárdal fyrr um daginn og sáum þar að aðstæður væru réttar. Snjórinn væri enn harðari uppi á fjalli vegna kuldans sem er þar,“ segir flugmaðurinn. Aðstæður þurfa að vera hárréttar til þess að geta lent á Kerlingu.Fáfnir „Flugbrautin“ uppi á Kerlingu er 800 metra löng og er það ívið nóg fyrir Piper-vélina. Kristján segir hana ekki þurfa nema um 100 metra til þess að lenda en vélin tekur af stað og getur lent á 40 til 50 km/h. Á myndbandi sem félagarnir tóku og sjá má hér í fréttinni sést að þegar lagt var af stað niður af fjallinu virðist um stundarsakir eins og að vélin stefni hratt niðurávið. Kristján segir það hafa verið með ráðum gert og að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þeir félagarnir hafi aldrei efast um hvort hugmyndin væri góð. „Maður fer ekkert í svona flug án þess að gæta fyllsta öryggis. Það er allt úthugsað,“ sagði Kristján. Að ævintýrinu á Kerlingu loknu tók við útsýnisflug og haldið að nýju til Akureyrar. Myndbandið frá ævintýraflugi Kristjáns og Fáfnis má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira