Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:40 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að finna þurfi leiðir til þess að verja stöðu launafólks nú þegar ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi. Vísir/Vilhelm VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði