Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 16:36 Flugfreyja hjá Icelandair við störf. Myndin er úr kynningarefni fyrirtækisins. Icelandair Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi.
Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent