Lífið

Sacha Baron Cohen rifjaði upp þegar hann fór yfir strikið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cohen var gestur hjá Jonathan Ross árið 2016. 
Cohen var gestur hjá Jonathan Ross árið 2016. 

Leikarinn Sacha Baron Cohen er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín sem Ali G, Borat og Bruno.

Á dögunum var fjögurra ára gamalt viðtal við Bretann rifjað upp á YouTube-síðu The Jonathan Ross Show en þar fer Cohen yfir það þegar hann fór yfir strikið.

Hann segist hafa verið í töluverðri hættu við tökur á kvikmyndinni Bruno þar sem hann fór með hlutverk manns sem er samkynhneigður.

Cohen var staddur í Arkansas í Bandaríkjunum og hafði náð að smala saman um tvö þúsund manns til að fylgjast með bardaga.

Undir lok bardagans fór aftur á móti karakter Cohen og andstæðingurinn að kyssast og það mjög innilega.

Lögfræðingar Cohen sögðu að hann gæti hreinlega lent í fangelsi ef hann myndi gera hluti sem hvöttu til óreiða og það munaði mjög litlu að það hefði gerst en áhorfendur í sal urðu vægast sagt reiðir og tóku upp á því að kasta hlutum inn í bardagahringinn.

Hann segist hafa farið þá yfir strikið.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.