Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Kristín Þórisdóttir er í níunda bekk í Kársnesskóla. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira