Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 18:14 Mál EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. fer nú fyrir Hæstarétt. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira