Próteinvinnsla úr lífmassa Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Fiskeldi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar