Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 12:30 Logi Ólafsson Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira
Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira