Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 20:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent