Því fleiri sem sækja appið því betra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:42 Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira