Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 10:58 Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður SAF. Vísir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“ Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. Í frumvarpi fjármálaráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launa á uppsagnafresti verður gengið út frá venjulegum skyldum launþega. Í Morgunblaðinu í dag segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, umhugsunarvert að fyrirtæki sem nýti sér þessa leið láti starfsfólk sitt vinna uppsagnafrestinn. Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðarpakka til viðbótar við hlutabótaleiðina sem áður hafði verið kynnt. Aðgerðin sneri að því að fyrirtæki sem orðið höfðu fyrir að minnsta kosti 75% tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins gætu sótt um stuðning frá ríkinu um greiðslu stórs hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Tilgangurinn er að forða fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot og geti verið í stakk búin að hefja rekstur á ný þegar birti til. Langsamlega stærsti hluti þeirra fyrirtækja sem nýta sér þessa leið eru í ferðaþjónustu. Stór spurningamerki Drífu Drífa Snædal hefur verið gagnrýnin á viðbrögð fyrirtækja við aðgerðum ríkisstjórnar. Hún hefur fullyrt að fyrirtæki misnoti hlutabótaleiðina með því að láta fólk vinna fullt starf á meðan ríkið greiði 75% af launum þess. Drífa hefur þó ekki viljað nefna fyrirtækin sem eigi í hlut. Hún setur sömuleiðis spurningamerki við að fyrirtæki nýti sér starfsfólk til fulls þegar það greiði ekki sjálft uppsagnarfrestinn nema að hluta. Drífa Snædal, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm Drífa segir í Morgunblaðinu að hafa beri í huga að fyrirtæki sem fari í þetta úrræði hafi orðið fyrir stórfelldu tekjutapi. Starfsemi þeirra ætti því eðli málsins samkvæmt að vera lítil sem engin. „Þetta er hugsað til að koma fyrirtækjum í var, en ekki sem beinn ríkisstuðningur við laun fólks í fullri vinnu,“ segir Drífa. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er mál manna að iðjuleysi sé undirrót margvíslegra vandamála og mikilvægt sé að halda rútínu og hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og við var að búast, þá setur Drífa Snædal forseti ASÍ spurningamerki við það að fólk sem sagt hefur verið upp störfum hjá fyrirtækjum sem eru að upplifa meira en 75% samdrátt sé látið vinna uppsagnarfrestinn. Það er alltaf sama tortryggnin á þeim bænum,“ segir Bjarnheiður. Margt sé að athuga við afstöðu Drífu. „Hvar er framtíðarsýnin? Samræmist það hagsmunum launþega að sitja heima frekar en að vera í vinnu? Er það betra fyrir þá að einhverju leyti? Er það betra og árangursríkara fyrir samfélagið? Stuðlar það að því að viðspyrnan eftir faraldurinn verði öflugri?“ Þeir sem reki fyrirtæki viti að þau séu mörg verkefnin sem hægt er að sinna og tækifæri gefst til að sinna enn betur þegar viðskipti eru lítil sem engin. Í þágu allra að fyrirtækin verði tilbúin „Ferðaþjónustufyrirtæki eru alls konar og þar gerist margt á bakvið tjöldin, sem ekki er sýnilegt þeim sem ekki vilja sjá. Má þar nefna undirbúning fyrir næsta ár, sem hvort eð er hefði átt sér stað í sumar. Auk þess vöruþróun, textagerð, hugbúnaðargerð, vinnu við viðhald vefsíða og bókunarkerfa, framleiðslu markaðsefnis,uppfærslu upplýsinga og ferðagagna, samskipti við byrgja og söluaðila erlendis, viðhald húsa og tækja og margt, margt fleira. Er það ekki í þágu bæði atvinnurekenda, launþega og samfélagsins alls að fyrirtækin verði sem best undirbúin þegar hjólin taka að snúast á ný? Er það ekki tilgangur þeirra aðgerða sem verið er að ráðast í nú?“ Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi séu heitustu orðin í dag og einmitt það sem ASÍ vilji leggja áherslu á. „Hvarflar það að Drífu Snædal að það sé einmitt það, sem þessi fyrirtæki gætu nú lagt meiri áherslu á, meðan á þessu ástandi stendur?“
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira