Fimm ára stöðvaður á hraðbrautinni á leið að kaupa Lamborghini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 18:17 Drengurinn vissi upp á sig sökina. Búið er að fela andlit hans á þessari mynd. Mynd/Lögreglan í Utah Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins. Bílar Bandaríkin Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins.
Bílar Bandaríkin Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira