Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 20:21 Bandaríkjaþing hefur ákveðið að þvinga í gegn lög um fjármögnun varnarmála þrátt fyrir að Trump hafi beitt neitunarvaldi sínu og ekki staðfest lögin. Getty/Al Drago Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti á embættistíð forsetans sem þingið hefur farið gegn neitunarvaldi forsetans. 81 þingmaður samþykkti tillöguna um að þvinga frumvarpið í gegn en 13 greiddu atkvæði gegn því. Öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman í dag til þess að ræða frumvarpið en þingmenn fulltrúadeildarinnar höfðu þegar samþykkt að þvinga frumvarpinu í gegn. Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með meirihluta í öldungadeildinni og þykir ákvörðun deildarinnar því nokkuð sér á báti. Þá bendir breska ríkisútvarpið á það að nú séu aðeins tveir dagar þar til nýkjörnir fulltrúar í öldungadeild taka við keflinu. Trump sagðist hafa neitað að skrifa undir lögin þar sem hann sé mótfallinn því að í þeim felist takmarkanir á því hversu marga hermenn verði hægt að draga til baka frá Evrópu og Afganistan. Þá er hann einnig ósáttur við að í lögunum er veitt heimild til þess að fjarlægja nöfn leiðtoga Suðurríkjanna sálugu af herstöðvum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna beggja deilda þingsins hafði þegar samþykkt varnarmálafjárlögin áður en þau voru send á borð forsetans til staðfestingar. Þingdeildirnar geta báðar hafnað neitunarvaldi forsetans ef tveir af hverjum þremur þingmönnum beggja deilda samþykkja það. Frumvarpið verður því að lögum, þrátt fyrir mótmæli forsetans. Donald Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum í kjölfar þess að samflokksmenn hans í fulltrúadeildinni samþykktu þann 29. desember að þvinga frumvarpið í gegn. Hann skrifaði ýmislegt á Twitter um málið, og sagði hann meðal annars forystu flokksins veika og þreytta. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04 Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. 30. desember 2020 23:04
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39