Sóttkví varð til þess að Hilmar komst í langþráða magaermisaðgerð: „Greinilega viðkvæmt meðal stráka“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 17:20 Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina fyrir tveimur og hálfum mánuði. Í dag hefur hann misst tuttugu kíló. VÍSIR Hilmar Þór Norðfjörð gekkst undir magaermisaðgerð fyrir tveimur og hálfum mánuði. Ákvörðunina tók hann eftir verslunarferð í Epal en það var lán í óláni að pláss losnaði í aðgerðina. „Ég verð fimmtíu ára eftir tvö ár. Mig langaði að taka róttæka ákvörðun sem myndi breyta hlutunum til langframa. Ég vildi ekki vera að berjast við sjálfan mig, mæta í World Class í mánuð og gefast upp heldur vildi ég taka þetta föstum tökum,“ Sagði Hilmar Þór Norðfjörð, markaðsmaður. Atvik eftir verslunarferð í Epal varð til þess að hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. „Ég er mjög mikill Tinna „fan“ og keypti flottan Tinna bol í stærðinni XL í Epal. Fór með hann heim, fór í hann og hann allt of þröngur. Þá klikkað eitthvað í hausnum á mér og ég hugsaði: „Hilmar geymdu þennan bol og gerðu eitthvað í þínum málum til þess að komast í bolinn“ það var byrjunin á þessu,“ sagði Hilmar. Hér klæðist Hilmar „Tinna“ bolnum en bolinn segir hann upphafið á þessu öllu.ÚR SAFNI Lán í óláni Hilmar var búinn að íhuga magaermisaðgerð í nokkurn tíma og bað lækni á Klíníkinni Ármúla um að hafa sig í huga ef það myndi losna pláss. „Allt í einu gerist það að kona sem átti skipulagða aðgerð kemst ekki í hana þar sem hún þurfti að fara í sóttkví,“ sagði Hilmar. „Þetta var lán í óláni að viðkomandi, sem ég vona að líði vel eftir að hafa verið í sóttkví, hafi dottið út.“ Læknirinn gaf Hilmari stuttan umhugsunarfrest sem að lokum þáði pláss í aðgerðina og fór undir hnífinn viku eftir að tækifæri gafst. Dýr aðgerð en skyndilausnir ekki síður dýrar Hilmar segir langan biðlista eftir magaermisaðgerð hjá ríkinu. Aðgerðin er ekki ódýr og þeir sem gangast undir hana eru vanalega í mikilli yfirþyngd sem Hilmar var ekki. Hilmar ákvað að gangast undir aðgerina hjá Klíníkinni Ármúla. „Ef þú ferð að telja saman öll líkamsræktarkortin sem ég hef keypt og allar skyndilausnirnar sem ég reyndi þá telja þær líka. Þetta er alveg fjárfesting og ég veit að þetta kostar peninga en þetta er besta fjárfesting sem ég hef gert,“ sagði Hilmar. Matarskammtarnir sem Hilmar getur borðað í einu eru litlir enda maginn minni eftir aðgerðina. Þennan gat hann ekki klárað.ÚR SAFNI Fékk Covid19 skömmu eftir aðgerð „Freistingar eru eitthvað sem ég á það til í að falla í. Ef ég átti 300 gramma poka af súkkulaðirúsínum þá var ekkert sem hét að geyma. Ég át rosalega mikið og vissi að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt til að breyta þessu,“ sagði Hilmar og bætir við að engir kúrar hafi gengið. Hann hafði safnað fyrir aðgerðinni í nokkurn tíma en ákvað að taka lán þar sem aðgerðir bar að með stuttum fyrirvara. „Stutti fyrirvarinn kom sér vel því tveimur vikum seinna fékk ég covid.“ Blessunarlega varð Hilmar ekki mjög veikur og hefur hann ekki hugmynd um það hvernig hann smitaðist. Áhrif á sálarlífið Þyngdin hafði mikil áhrif á sálarlífið. Hann þjáðist af þunglyndi vegna þyngdar auk heilsukvíða. Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina. „Ég hef misst tuttugu kíló. Markmiðið er að missa þrjátíu kíló til að byrja með.“ Mánuði eftir aðgerð fann hann mun á andlegri heilsu sinni. „Ég fann að ég var að léttast. Tveimur mánuðum eftir aðgerð er ég búinn að missa átján kíló og allt verður léttara. Ég á miklu auðveldara með að labba, æfa og á auðveldara með allt.“ Hann segir hreyfingu ekki lengur kvöð heldur nýtur þess að stunda hana. Hræðsla við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið upp Eftir aðgerðina hefur matarsmekkurinn breyst. „Ég hef varla borðað nammi þó ég megi það. Mig langar ekkert í það. Allt í einu borða ég mjög mikið af hnetum, þær eru í uppáhaldi hjá mér núna,“ segir Hilmar sem finnst umræðan um magaermi viðkvæm hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að karlmönnum. „Ég ákvað sjálfur að ég vildi ekki tala um aðgerðina. Ég held að þessi viðkvæmni sé vegna þess að fólk þorir ekki að spyrja. Ég held að fólk sé hrætt við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið, kúrarnir hafi ekki virkað.“ Hilmar vakti athygli á aðgerðinni á samfélagsmiðlum og hefur hann fengið fjölmargar spurningar um aðgerðina. Sérstaklega frá fólki sem langar að létta sig en finnst það ekki nægilega þungt til að gangast undir aðgerðina. „Eftir að ég setti inn síðustu færslu hafa sex haft samband við mig. Þar af fjórir strákar og þetta er greinilega viðkvæmt meðal stráka. Mér finnst skipta máli að opna umræðuna,“ sagði Hilmar. „Ég talaði við einn í gær sem ætlar að hringja í Klíníkina eftir helgi og athuga hvort hann komist að.“ Vill opna umræðuna „Ég vil hafa þessa umræðu opna og án þess að fólk þori ekki að spyrja vegna feimni eða viðkvæmni. Ef fólk vill vita meira um mína upplifun þá er öllum frjálst að senda mér spurningu á Facebook og ég geri mitt besta í að svara. Þetta er góður kostur fyrir marga og mér finnst sjálfsagt að segja frá minni reynslu af þessari aðgerð sem hefur svo sannarlega breytt mínu lífi til batnaðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira
„Ég verð fimmtíu ára eftir tvö ár. Mig langaði að taka róttæka ákvörðun sem myndi breyta hlutunum til langframa. Ég vildi ekki vera að berjast við sjálfan mig, mæta í World Class í mánuð og gefast upp heldur vildi ég taka þetta föstum tökum,“ Sagði Hilmar Þór Norðfjörð, markaðsmaður. Atvik eftir verslunarferð í Epal varð til þess að hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. „Ég er mjög mikill Tinna „fan“ og keypti flottan Tinna bol í stærðinni XL í Epal. Fór með hann heim, fór í hann og hann allt of þröngur. Þá klikkað eitthvað í hausnum á mér og ég hugsaði: „Hilmar geymdu þennan bol og gerðu eitthvað í þínum málum til þess að komast í bolinn“ það var byrjunin á þessu,“ sagði Hilmar. Hér klæðist Hilmar „Tinna“ bolnum en bolinn segir hann upphafið á þessu öllu.ÚR SAFNI Lán í óláni Hilmar var búinn að íhuga magaermisaðgerð í nokkurn tíma og bað lækni á Klíníkinni Ármúla um að hafa sig í huga ef það myndi losna pláss. „Allt í einu gerist það að kona sem átti skipulagða aðgerð kemst ekki í hana þar sem hún þurfti að fara í sóttkví,“ sagði Hilmar. „Þetta var lán í óláni að viðkomandi, sem ég vona að líði vel eftir að hafa verið í sóttkví, hafi dottið út.“ Læknirinn gaf Hilmari stuttan umhugsunarfrest sem að lokum þáði pláss í aðgerðina og fór undir hnífinn viku eftir að tækifæri gafst. Dýr aðgerð en skyndilausnir ekki síður dýrar Hilmar segir langan biðlista eftir magaermisaðgerð hjá ríkinu. Aðgerðin er ekki ódýr og þeir sem gangast undir hana eru vanalega í mikilli yfirþyngd sem Hilmar var ekki. Hilmar ákvað að gangast undir aðgerina hjá Klíníkinni Ármúla. „Ef þú ferð að telja saman öll líkamsræktarkortin sem ég hef keypt og allar skyndilausnirnar sem ég reyndi þá telja þær líka. Þetta er alveg fjárfesting og ég veit að þetta kostar peninga en þetta er besta fjárfesting sem ég hef gert,“ sagði Hilmar. Matarskammtarnir sem Hilmar getur borðað í einu eru litlir enda maginn minni eftir aðgerðina. Þennan gat hann ekki klárað.ÚR SAFNI Fékk Covid19 skömmu eftir aðgerð „Freistingar eru eitthvað sem ég á það til í að falla í. Ef ég átti 300 gramma poka af súkkulaðirúsínum þá var ekkert sem hét að geyma. Ég át rosalega mikið og vissi að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt til að breyta þessu,“ sagði Hilmar og bætir við að engir kúrar hafi gengið. Hann hafði safnað fyrir aðgerðinni í nokkurn tíma en ákvað að taka lán þar sem aðgerðir bar að með stuttum fyrirvara. „Stutti fyrirvarinn kom sér vel því tveimur vikum seinna fékk ég covid.“ Blessunarlega varð Hilmar ekki mjög veikur og hefur hann ekki hugmynd um það hvernig hann smitaðist. Áhrif á sálarlífið Þyngdin hafði mikil áhrif á sálarlífið. Hann þjáðist af þunglyndi vegna þyngdar auk heilsukvíða. Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina. „Ég hef misst tuttugu kíló. Markmiðið er að missa þrjátíu kíló til að byrja með.“ Mánuði eftir aðgerð fann hann mun á andlegri heilsu sinni. „Ég fann að ég var að léttast. Tveimur mánuðum eftir aðgerð er ég búinn að missa átján kíló og allt verður léttara. Ég á miklu auðveldara með að labba, æfa og á auðveldara með allt.“ Hann segir hreyfingu ekki lengur kvöð heldur nýtur þess að stunda hana. Hræðsla við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið upp Eftir aðgerðina hefur matarsmekkurinn breyst. „Ég hef varla borðað nammi þó ég megi það. Mig langar ekkert í það. Allt í einu borða ég mjög mikið af hnetum, þær eru í uppáhaldi hjá mér núna,“ segir Hilmar sem finnst umræðan um magaermi viðkvæm hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að karlmönnum. „Ég ákvað sjálfur að ég vildi ekki tala um aðgerðina. Ég held að þessi viðkvæmni sé vegna þess að fólk þorir ekki að spyrja. Ég held að fólk sé hrætt við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið, kúrarnir hafi ekki virkað.“ Hilmar vakti athygli á aðgerðinni á samfélagsmiðlum og hefur hann fengið fjölmargar spurningar um aðgerðina. Sérstaklega frá fólki sem langar að létta sig en finnst það ekki nægilega þungt til að gangast undir aðgerðina. „Eftir að ég setti inn síðustu færslu hafa sex haft samband við mig. Þar af fjórir strákar og þetta er greinilega viðkvæmt meðal stráka. Mér finnst skipta máli að opna umræðuna,“ sagði Hilmar. „Ég talaði við einn í gær sem ætlar að hringja í Klíníkina eftir helgi og athuga hvort hann komist að.“ Vill opna umræðuna „Ég vil hafa þessa umræðu opna og án þess að fólk þori ekki að spyrja vegna feimni eða viðkvæmni. Ef fólk vill vita meira um mína upplifun þá er öllum frjálst að senda mér spurningu á Facebook og ég geri mitt besta í að svara. Þetta er góður kostur fyrir marga og mér finnst sjálfsagt að segja frá minni reynslu af þessari aðgerð sem hefur svo sannarlega breytt mínu lífi til batnaðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira