Er áramótaheitið að byrja að spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. janúar 2021 08:01 Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun