Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 08:31 Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí í sumar. Leikarnir verða áfram kallaðir ÓL 2020 þó þeir fari fram 2021. Getty/Carl Court Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Guardian segir frá pressunni frá þessum áhrifamiklu samtökum í íþróttaheiminum og áhyggjum af því að aðeins bólusetningar íþróttafólksins geti tryggt það að stærsti íþróttaviðburður heimsins fari fram í Tókyó í sumar. Alþjóðaólympíunefndin segist þó ekki vilja ryðjast fram fyrir í bólusetningaröðinni en leggur samt áherslu á það að Ólympíufararnir verði ofarlega á forgangslistanum eftir að það sé búið að bólusetja fólk í framlínunni og fólk í áhættuhópum. Guardian segir frá þessari pressu frá Ólympíunefndinni sem er um leið sögð lykilatriði í því að Ólympíuleikarnir geti hafist 23. júlí næstkomandi nú þegar önnur eða jafnvel þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins stendur yfir út um allan heim. IOC seeks Covid vaccines for athletes in second wave so Olympics can go ahead. Story: @seaningle https://t.co/CXLAixlzMG— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021 Heimildarmenn Guardian innan Ólympíuhreyfingarinnar eru bjartsýnir á að leikarnir fari fram í sumar en auðvitað hefur aukning á smitum að undanförnu aukið áhyggjur og þá sérstaklega í Japan. Það hefur um leið kallað á enn frekari pressu á það að íþróttafólkið verði bólusett áður en það kemur til Japans til að keppa á leikunum. Alþjóðaólympíunefndin þarf samt að fara varlega í kröfum sínum því það yrði ekki vel séð ef svo stór samtök væru að nota áhrif sín til að troða íþróttafólkinu fram fyrir röðina. Dick Pound, reyndasti meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar, gekk þó svo langt að lýsa því yfir að það myndi enginn mótmæla því í Kanada þótt íþróttafólkið færi fram yfir í bólusetningarröðinni. „Í Kanada eru kannski 300 til 400 íþróttamenn á leið á leikana og þetta er því spurning um 300 til 400 bólusetningar af þeim milljónum sem eru í boði til að tryggja það að Kanada hafi sína fulltrúa á leikunum. Ég held að almenningur myndi ekki mótmæla því. Þetta er samt ákvörðun sem hver og ein þjóð þyrfti að taka og það mun vera fólk sem telur að íþróttafólkið sé að svindla sér framar í röðina. Þetta er bara raunhæfasta leiðin til að tryggja það að leikarnir fari fram,“ sagði Dick Pound. Heimildir Guardian herma þó að staðan sé mun viðkvæmari en þetta og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vilji ekki setja það sem kröfu að íþróttafólkið mæti bólusett til leiks þótt að það verði alltaf hvatt til þess.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti