Líklegast að kórónuveiran þróist í vægari gerð sem smitast betur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 10:46 Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði, fer yfir líklega þróun SARS-CoV-2 í svari við spurningu á Vísindavefnum sem birtist í dag. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Erfðafræðingur telur líklegast að SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, muni þróast í átt að vægari gerð sem smitist greiðar en núverandi afbrigði. Slíkar gerðir nái að sýkja fleiri einstaklinga og mögulega smjúga í gegnum sóttvarnir sem virkuðu á upprunaleg afbrigði. Samhæft bólusetningarátak sé lykilatriði til að útrýma veirunni. Þetta kemur fram í svari Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði, við Háskóla Íslands við spurningu um þróun SARS-Cov-2. Átta þróunarbrautir veirunnar Arnar segir að í upphafi faraldursins hafi SARS-CoV-2-veirurnar allar verið næstum eins, og lítill munur á smithæfni eða alvarleika sjúkdómsins. Þættir veirunnar á borð við smithættu og alvarleika sýkingar geti svo aukist eða minnkað – en þróun þarfnast breytingar, segir Arnar. Stökkbreytingar muni „hlaðast upp“ svo lengi sem veiran nái að fjölga sér og berast manna á milli. Líklegast sé þó að stökkbreytingarnar skerði hæfni en einhverjar muni samt auka til dæmis smithæfni. Í ljósi þessa segir Arnar átta þróunarbrautir mögulegar fyrir veiruna og setur fjórar þeirra fram (Mynd C fyrir neðan sýnir þessar brautir): Aukin smithæfni, en engin breyting á alvarleika einkenna (blá ör) – líklegt. Aukin smithæfni, aukin alvarleiki einkenna (rauð ör) – ólíklegt. Aukin smithæfni, vægari einkenni (gul ör) – líklegt. Minni smithæfni og óbreyttur alvarleiki einkenna (græn ör)– mjög ólíklegt. Líkön um þróun tveggja eiginleika veirustofns, smithæfni og eiginleika sem hafa áhrif á alvarleika einkenna. A. Upphafsstaða veirustofns rétt eftir að hann hefur „numið land“ í nýjum hýsli. B. Stökkbreytingar sem safnast upp í stofninum munu opna honum leiðir með breytingum í smithæfni eða alvarleika einkenna. C. Fjórar mögulegar þróunarbrautir stofna. Stofnar þróast frá upphafspunkti í átt að öðru ástandi. D. Líklegasta útkoma fyrir flesta veirustofna, að smithæfni aukist á meðan dregur úr alvarleika einkenna. Einnig að erfðabreytileiki innan stofnsins vaxi samfara útbreiðslu hans. Aukin smithæfni nógu alvarlegt einkenni Breytingar í átt að verri einkennum segir Arnar ólíklegar þar sem það sé afar sjaldan veirum í hag að drepa hýsla sína, í þessu tilviki mannfólk, hraðar og betur. „Sennilegast er að þær þróist í þá átt að smitast betur, og að alvarleiki einkenna dvíni þegar frá dregur.“ Arnar bendir að endingu á að erfitt sé að spá fyrir um þróun stofna í framtíðinni. Hinar fjórar kórónuveirurnar sem að jafnaði sýkja fólk valdi allar mildum einkennum en smitist frekar greiðlega. „Því er líklegast að SARS-CoV-2 muni þróast í átt að vægari gerð sem smitast greiðar en núverandi afbrigði. Vísbendingar eru um að breska afbrigðið af veirunni smitist einmitt greiðar, og mögulega einnig annað afbrigði frá Suður-Afríku,“ segir Arnar. „Aukin fjölgunargeta eða smithæfni eru nógu alvarleg einkenni í sjálfu sér, því þótt dánartíðni sé svipuð ná slíkar gerðir að sýkja fleiri einstaklinga og mögulega smjúga í gegnum sóttvarnir sem virkuðu á upprunalega afbrigðið. Óskandi er að mannkyninu takist að útrýma veirunni sem veldur COVID-19 með samhæfðu bólusetningarátaki um veröld alla eins og gert var fyrir veiruna sem olli stóru bólu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. 6. janúar 2021 16:48 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. 6. janúar 2021 18:31 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði, við Háskóla Íslands við spurningu um þróun SARS-Cov-2. Átta þróunarbrautir veirunnar Arnar segir að í upphafi faraldursins hafi SARS-CoV-2-veirurnar allar verið næstum eins, og lítill munur á smithæfni eða alvarleika sjúkdómsins. Þættir veirunnar á borð við smithættu og alvarleika sýkingar geti svo aukist eða minnkað – en þróun þarfnast breytingar, segir Arnar. Stökkbreytingar muni „hlaðast upp“ svo lengi sem veiran nái að fjölga sér og berast manna á milli. Líklegast sé þó að stökkbreytingarnar skerði hæfni en einhverjar muni samt auka til dæmis smithæfni. Í ljósi þessa segir Arnar átta þróunarbrautir mögulegar fyrir veiruna og setur fjórar þeirra fram (Mynd C fyrir neðan sýnir þessar brautir): Aukin smithæfni, en engin breyting á alvarleika einkenna (blá ör) – líklegt. Aukin smithæfni, aukin alvarleiki einkenna (rauð ör) – ólíklegt. Aukin smithæfni, vægari einkenni (gul ör) – líklegt. Minni smithæfni og óbreyttur alvarleiki einkenna (græn ör)– mjög ólíklegt. Líkön um þróun tveggja eiginleika veirustofns, smithæfni og eiginleika sem hafa áhrif á alvarleika einkenna. A. Upphafsstaða veirustofns rétt eftir að hann hefur „numið land“ í nýjum hýsli. B. Stökkbreytingar sem safnast upp í stofninum munu opna honum leiðir með breytingum í smithæfni eða alvarleika einkenna. C. Fjórar mögulegar þróunarbrautir stofna. Stofnar þróast frá upphafspunkti í átt að öðru ástandi. D. Líklegasta útkoma fyrir flesta veirustofna, að smithæfni aukist á meðan dregur úr alvarleika einkenna. Einnig að erfðabreytileiki innan stofnsins vaxi samfara útbreiðslu hans. Aukin smithæfni nógu alvarlegt einkenni Breytingar í átt að verri einkennum segir Arnar ólíklegar þar sem það sé afar sjaldan veirum í hag að drepa hýsla sína, í þessu tilviki mannfólk, hraðar og betur. „Sennilegast er að þær þróist í þá átt að smitast betur, og að alvarleiki einkenna dvíni þegar frá dregur.“ Arnar bendir að endingu á að erfitt sé að spá fyrir um þróun stofna í framtíðinni. Hinar fjórar kórónuveirurnar sem að jafnaði sýkja fólk valdi allar mildum einkennum en smitist frekar greiðlega. „Því er líklegast að SARS-CoV-2 muni þróast í átt að vægari gerð sem smitast greiðar en núverandi afbrigði. Vísbendingar eru um að breska afbrigðið af veirunni smitist einmitt greiðar, og mögulega einnig annað afbrigði frá Suður-Afríku,“ segir Arnar. „Aukin fjölgunargeta eða smithæfni eru nógu alvarleg einkenni í sjálfu sér, því þótt dánartíðni sé svipuð ná slíkar gerðir að sýkja fleiri einstaklinga og mögulega smjúga í gegnum sóttvarnir sem virkuðu á upprunalega afbrigðið. Óskandi er að mannkyninu takist að útrýma veirunni sem veldur COVID-19 með samhæfðu bólusetningarátaki um veröld alla eins og gert var fyrir veiruna sem olli stóru bólu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. 6. janúar 2021 16:48 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. 6. janúar 2021 18:31 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. 6. janúar 2021 16:48
Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15
Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. 6. janúar 2021 18:31