Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 13:43 Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent