Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 11:40 Donald Trump mun hafa sagt ráðgjöfum sínum að hann hafi gaman af því að hafa vald til að náða fólk. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Hingað til hefur þó enginn forseti náðað sjálfan sig og er óljóst hvort það sé yfir höfuð hægt. Fræðimenn eru á báðum áttum varðandi það en eru sammála um að það skapaði hættulegt fordæmi. Forsetar gætu þá einhliða lýst því yfir að þeir væru yfir lögin hafnir. Viðræður þessar munu hafa átt sér stað áður en Trump þrýsti á innanríkisráðherra Georgíu um að „finna“ næg atkvæði úr forsetakosningunum í nóvember svo hann gæti lýst yfir sigri í ríkinu. Það gæti verið brot á kosningalögum. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Trump gæti sömuleiðis átt ákæru yfir höfði sér vegna sinnar aðkomu að óeirðunum í þinghúsi Bandaríkjanna í vikunni. Einn æðsti saksóknari dómsmálaráðuneytisins vildi ekki útiloka í gær að Trump yrði ákærður. Samkvæmt New York Times gengu ráðgjafar Trumps hart á hann á miðvikudaginn og hvöttu hann til að fordæma óeirðirnar, sem hann neitaði að gera. Pat A. Cipollone, lögmaður Hvíta hússins, benti Trump á að hann gæti lent í vandræðum vegna óeirðanna. Haft er eftir starfsmönnum Hvíta hússins að Trump hafi virst skemmta sér vel yfir sjónvarpsfréttum af óeirðunum. Í skýrslu Robert Mueller, sérstaks saksóknarar dómsmálaráðuneytisins, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu tíundaði hann tíu tilvik þar sem Trump gæti hafa hindrað framgang réttvísinnar. Þá nefndu saksóknarar í New York Trump í ákæru vegna brota á kosningalögum. Mögulega gæti Trump verið ákærður eftir að hann lætur af embætti. Náðunarvald forsetaembættisins nær þó eingöngu yfir alríkisglæpi og ekki glæpi í tilteknum ríkjum. Samkvæmt New York Times hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að honum finnist gaman að beita þessu valdi og hefur hann í nokkrar vikur beðið þá og aðra bandamenn sína um tillögur að fólki til að náða. Þá er hann einnig sagður hafa boðið fólki fyrirbyggjandi náðun vegna mögulegra glæpa sem þeir hafi framið. Trump hefur ekki beitt náðunarvaldi forsetaembættisins í samræmi við forvera sína. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15 Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Hingað til hefur þó enginn forseti náðað sjálfan sig og er óljóst hvort það sé yfir höfuð hægt. Fræðimenn eru á báðum áttum varðandi það en eru sammála um að það skapaði hættulegt fordæmi. Forsetar gætu þá einhliða lýst því yfir að þeir væru yfir lögin hafnir. Viðræður þessar munu hafa átt sér stað áður en Trump þrýsti á innanríkisráðherra Georgíu um að „finna“ næg atkvæði úr forsetakosningunum í nóvember svo hann gæti lýst yfir sigri í ríkinu. Það gæti verið brot á kosningalögum. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Trump gæti sömuleiðis átt ákæru yfir höfði sér vegna sinnar aðkomu að óeirðunum í þinghúsi Bandaríkjanna í vikunni. Einn æðsti saksóknari dómsmálaráðuneytisins vildi ekki útiloka í gær að Trump yrði ákærður. Samkvæmt New York Times gengu ráðgjafar Trumps hart á hann á miðvikudaginn og hvöttu hann til að fordæma óeirðirnar, sem hann neitaði að gera. Pat A. Cipollone, lögmaður Hvíta hússins, benti Trump á að hann gæti lent í vandræðum vegna óeirðanna. Haft er eftir starfsmönnum Hvíta hússins að Trump hafi virst skemmta sér vel yfir sjónvarpsfréttum af óeirðunum. Í skýrslu Robert Mueller, sérstaks saksóknarar dómsmálaráðuneytisins, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu tíundaði hann tíu tilvik þar sem Trump gæti hafa hindrað framgang réttvísinnar. Þá nefndu saksóknarar í New York Trump í ákæru vegna brota á kosningalögum. Mögulega gæti Trump verið ákærður eftir að hann lætur af embætti. Náðunarvald forsetaembættisins nær þó eingöngu yfir alríkisglæpi og ekki glæpi í tilteknum ríkjum. Samkvæmt New York Times hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að honum finnist gaman að beita þessu valdi og hefur hann í nokkrar vikur beðið þá og aðra bandamenn sína um tillögur að fólki til að náða. Þá er hann einnig sagður hafa boðið fólki fyrirbyggjandi náðun vegna mögulegra glæpa sem þeir hafi framið. Trump hefur ekki beitt náðunarvaldi forsetaembættisins í samræmi við forvera sína. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15 Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34 Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54
Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45
Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15
Útiloka ekki að Trump verði ákærður Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt. 7. janúar 2021 23:34
Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38