„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 14:51 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi. Dómsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi.
1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“
Dómsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira