Brady á móti Brees í sögulegum leik um næstu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 11:01 Drew Brees (9) hjá New Orleans Saints og Tom Brady (12) hjá Tampa Bay Buccaneers eru að fara að mætast í þriðja sinn á tímabilinu. Getty/Cliff Welch Það eru aðeins átta lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir að sex féllu úr leik í fyrstu umferðinni um helgina. Tvær lifandi goðsagnir á fimmtugsaldri hafa ekki sagt sitt síðasta í NFL-deildinni og úrslitin í gær þýða að við fáum innbyrðis leik milli þeirra Drew Brees og Tom Brady um næstu helgi. Lið þeirra Tampa Bay Buccaneers og New Orleans Saints unnu nefnilega bæði sannfærandi sigra og úrslit í öðrum leikjum þýddu að leiðir þeirra liggja saman í New Orleans næstkomandi sunnudag. in the divisional round #TBvsNO | #ForNOLA pic.twitter.com/XyoVccDP0c— New Orleans Saints (@Saints) January 11, 2021 Cleveland Browns, Buffalo Bills og Baltimore Ravens unnu líka öll langþráða sigra um helgina en öll liðin voru búin að bíða lengi eftir sigri í úrslitakeppninni. Baltimore Ravens reyndar styttra en hin en hafði klúðrað leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin ár þrátt fyrir að vera með frábært lið. NFL-tímabilið er aftur á móti búið hjá Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans, Indianapolis Colts, Seattle Seahawks, Washington Football Team og Chicago Bears. FINAL: The @Saints earn a #SuperWildCard win! #ForNOLA #NFLPlayoffs pic.twitter.com/WHSSaLbq5k— NFL (@NFL) January 11, 2021 New Orleans Saints vann öruggan 21-9 sigur á Chicago Bears á heimavelli sínum og fær því annan heimaleik á móti Tampa Bay Buccaneers. Buccaneers vann Washington á útivelli aðfaranótt sunnudagsins. Drew Brees og Tom Brady verða þar elstu leikstjórnendurnir til að mætast í úrslitakeppni. Brees heldur upp á 42 ára afmælið sitt næstkomandi föstudag og Brady er 43 ára síðan í haust. Þeir eru báðir á leiðinni í Frægðarhöllina enda þeir tveir leikstjórnendur sem hafa gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Drew Brees hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum á móti Brady þar á meðal Súper Bowl leikinn fyrir ellefu árum sem er eini titill Brees á ferlinum. Tom Brady hefur aftur á móti unnið sex en alla með liði New England Patriots. Cleveland s fourth interception of the night! @STakitaki #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/UBNSAVGqZh— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns liðið var án þjálfara síns í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í nítján ár en tók sig til og sló Pittsburgh Steelers úr leik. Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers unnu ellefu fyrstu leiki tímabilsins og voru síðasta liðið til að tapa á leiktíðinni. Tapið í gær voru hins vegar enn ein vonbrigðin á síðustu vikum enda liðið að tapa í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Cleveland takes a 28-0 lead. It s still the first quarter. @Kareemhunt7 #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/Fd1FKAlacm— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns hafði ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2002 og þjálfari liðsins, Kevin Stefanski, var heima hjá sér með kórónuveiruna. Browns lagði grunninn að sigrinum með því að komast í 28-0 og vann á endanum 48-37. Þetta var fyrsti sigur Cleveland Browns í úrslitakeppninni síðan árið 1994. Baltimore Ravens vann 20-13 sigur á Tennessee Titans í fyrsta leik gærdagsins eftir að hafa lent 10-0 undir í upphafi leiks. Ravnes liðið hefndi þar með fyrir tapið á móti Titans í úrslitakeppninni fyrir ári síðan og Lamar Jackson vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. LAMAR JACKSON. 49 YARDS. TOUCHDOWN. #RavensFlock @lj_era8 : #BALvsTEN on ESPN/ABC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/ENQWXuJbe8 pic.twitter.com/yZNUr2CWFK— NFL (@NFL) January 10, 2021 Lamar Jackson skoraði eitt snertimark í leiknum eftir 48 jarda hlaup en það var mikil pressa á honum að vinna loksins leik í úrslitakeppni. Það tókst og næst á dagskrá er svakaleikur á móti sjóðheitu liði Buffalo Bills. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir bíða okkar á sportstöðvunum um næstu helgi þegar undanúrslit deildanna fara fram. Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers The Divisional Round is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/8eIAzmSRHO— NFL (@NFL) January 11, 2021 NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Tvær lifandi goðsagnir á fimmtugsaldri hafa ekki sagt sitt síðasta í NFL-deildinni og úrslitin í gær þýða að við fáum innbyrðis leik milli þeirra Drew Brees og Tom Brady um næstu helgi. Lið þeirra Tampa Bay Buccaneers og New Orleans Saints unnu nefnilega bæði sannfærandi sigra og úrslit í öðrum leikjum þýddu að leiðir þeirra liggja saman í New Orleans næstkomandi sunnudag. in the divisional round #TBvsNO | #ForNOLA pic.twitter.com/XyoVccDP0c— New Orleans Saints (@Saints) January 11, 2021 Cleveland Browns, Buffalo Bills og Baltimore Ravens unnu líka öll langþráða sigra um helgina en öll liðin voru búin að bíða lengi eftir sigri í úrslitakeppninni. Baltimore Ravens reyndar styttra en hin en hafði klúðrað leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin ár þrátt fyrir að vera með frábært lið. NFL-tímabilið er aftur á móti búið hjá Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans, Indianapolis Colts, Seattle Seahawks, Washington Football Team og Chicago Bears. FINAL: The @Saints earn a #SuperWildCard win! #ForNOLA #NFLPlayoffs pic.twitter.com/WHSSaLbq5k— NFL (@NFL) January 11, 2021 New Orleans Saints vann öruggan 21-9 sigur á Chicago Bears á heimavelli sínum og fær því annan heimaleik á móti Tampa Bay Buccaneers. Buccaneers vann Washington á útivelli aðfaranótt sunnudagsins. Drew Brees og Tom Brady verða þar elstu leikstjórnendurnir til að mætast í úrslitakeppni. Brees heldur upp á 42 ára afmælið sitt næstkomandi föstudag og Brady er 43 ára síðan í haust. Þeir eru báðir á leiðinni í Frægðarhöllina enda þeir tveir leikstjórnendur sem hafa gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Drew Brees hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum á móti Brady þar á meðal Súper Bowl leikinn fyrir ellefu árum sem er eini titill Brees á ferlinum. Tom Brady hefur aftur á móti unnið sex en alla með liði New England Patriots. Cleveland s fourth interception of the night! @STakitaki #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/UBNSAVGqZh— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns liðið var án þjálfara síns í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í nítján ár en tók sig til og sló Pittsburgh Steelers úr leik. Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers unnu ellefu fyrstu leiki tímabilsins og voru síðasta liðið til að tapa á leiktíðinni. Tapið í gær voru hins vegar enn ein vonbrigðin á síðustu vikum enda liðið að tapa í fimmta sinn í síðustu sex leikjum. Cleveland takes a 28-0 lead. It s still the first quarter. @Kareemhunt7 #WeWantMore : #CLEvsPIT on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/1RAy8atRT2 pic.twitter.com/Fd1FKAlacm— NFL (@NFL) January 11, 2021 Cleveland Browns hafði ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2002 og þjálfari liðsins, Kevin Stefanski, var heima hjá sér með kórónuveiruna. Browns lagði grunninn að sigrinum með því að komast í 28-0 og vann á endanum 48-37. Þetta var fyrsti sigur Cleveland Browns í úrslitakeppninni síðan árið 1994. Baltimore Ravens vann 20-13 sigur á Tennessee Titans í fyrsta leik gærdagsins eftir að hafa lent 10-0 undir í upphafi leiks. Ravnes liðið hefndi þar með fyrir tapið á móti Titans í úrslitakeppninni fyrir ári síðan og Lamar Jackson vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. LAMAR JACKSON. 49 YARDS. TOUCHDOWN. #RavensFlock @lj_era8 : #BALvsTEN on ESPN/ABC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/ENQWXuJbe8 pic.twitter.com/yZNUr2CWFK— NFL (@NFL) January 10, 2021 Lamar Jackson skoraði eitt snertimark í leiknum eftir 48 jarda hlaup en það var mikil pressa á honum að vinna loksins leik í úrslitakeppni. Það tókst og næst á dagskrá er svakaleikur á móti sjóðheitu liði Buffalo Bills. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir bíða okkar á sportstöðvunum um næstu helgi þegar undanúrslit deildanna fara fram. Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers The Divisional Round is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/8eIAzmSRHO— NFL (@NFL) January 11, 2021
Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildanna í úrslitakeppni NFL 2021: Laugardagur 16. janúar Klukkan 21.35: Green Bay Packers - Los Angeles Rams Klukkan 01.15: Buffalo Bills - Baltimore Ravens Sunnudagur 17. janúar Klukkan 20.05: Kansas City Chiefs - Cleveland Browns Klukkan 23.40: New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers
NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira