Alabama fótboltaliðið tryggði sér sigur háskólatitilinn með 54-24 sigur á Ohio State í nótt. Liðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og kórónaði frábæra leiktíð með þessum sigri.
Liðið vann Rósarskálina eftir sigur á Florida 19. desember og svo báða leiki sína sannfærandi í úrslitakeppninni á móti Notre Dame og Ohio State. Þjálfari liðsins Nick Saban var að vinna sinn sjöunda meistaratitil.
Aðeins tæplega fimmtán þúsund manns fengu að mæta á úrslitaleikinn Hard Rock Stadium í Miami en án kórónuveirunnar hefði örugglega yfir 64 þúsund manns mætt á leikinn.
Krakkarnir í University of Alabama fengu ekki að sjá liðið sitt sigra á staðnum en þau troðfylltu hins vegar göturnar í háskólabænum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan.
The New York Times sagði frá því að það hafi verið 2100 ný kórónuveirusmit í Alabama fylki í gær og sérfræðingar óttast það að fögnuðurinn í nótt hafi boðið hættunni heim.
Aðalgatan í Tuscaloosa var troðfull af fólki og þar gaf fólk greinilega skít í allar sóttvarnir.
Walt Maddox, borgarstjóri Tuscaloos, reyndi að biðla til fólks um að bíða með fagnaðarlætin þar til seinna en það dugði skammt.
CHAMPS. pic.twitter.com/KwBlz8fvbX
— Alabama Football (@AlabamaFTBL) January 12, 2021

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.